Stjörnurnar og gasslæðurnar á þessari mynd eru hluti af fallegri þoku sem kallast Mávaþokan. Þetta stóra fyrirbæri, sem er í laginu eins og fugl, samanstendur af þremur stórum gasskýjum: Höfði og tveimur vængjum. Þú getur séð þokuna í heild sinni hér. Á þessari mynd sést aðeins lítill hluti af þokunni. Getur þú giskað á hvaða hluti? Vængina! Sérðu það?
Rauðglóandi gasið á myndinni er ekki aðeins fallegt heldur fullt af upplýsingum. Liturinn segir stjörnufræðingum að við erum að horfa á vetni í skýinu — algengasta frumefnið í alheiminum.
Á jörðinni er fullt af efni, en vissir þú að ef þú brýtur þau niður, eru þau öll af sama grunni? Við köllum þessi efni frumefni. Til dæmis er kolefni frumefni en ef þú bindur það saman við önnur efni, getur þú búið til aragrúa efna á borð og sykur, plast og alkóhól.
Við finnum þessi frumefni líka í geimnum með því að skoða lit ljóssins. Það eru heitar nýfæddar stjörnur sem hafa myndast innan í þessum skýjum sem valda því að vetnisgasið skín skært.
Fróðleg staðreynd
Vetni er mjög eldfimt. Það er svo eldfimt að það var notað sem eldsneyti fyrir eldflaugar geimferjunnar. Það er líka vetni sem brennur í kjörnum stjarna og lætur þær skína!
Información adicional
Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.
Share: