Siguenos
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programa de
Myndræn kúluþyrping
10 de January de 2013

Þegar þú lætur taka mynd af þér fyrir framan fallegan eða sögufrægan stað, gengur stundum fólk fyrir myndavélina og eyðileggur myndina. Stjörnufræðingar lentu líka í því þegar þeir tóku mynd af dvergvetrarbraut og kúluþyrping tróð sér inn á myndina.

Það er þó ekki hægt að segja að kúluþyrpingin hafi eyðilagt myndina því þessi fyrirbæri eru mjög falleg og áhugaverð. Kúluþyrping er safn gamalla stjarna sem hringsóla í einum hnappi umhverfis vetrarbraut. Í þeim eru mörg sérkennileg fyrirbæri, t.d. vampírustjörnur sem sjúga til sín efni frá nágranna sínum og smáar stjörnur sem snúast ótrúlega hratt: Á örfáum sekúndum snúast þær þúsund sinnum um sjálfar sig!

Þessi tiltekna kúluþyrping er á sveimi um Vetrarbrautina okkar. Þótt hún sé óralangt í burtu, er hún samt álíka stór á næturhimninum og fullt tungl. Ljósgeisli væri 120 ár að ferðast endanna á milli í þessari þyrpingu. Ekkert ferðast hraðar en ljósið svo þyrpingin er bersýnilega mjög stór. Hún er einmitt ein stærsta og bjartasta kúluþyrping sem við vitum um og sést með berum augum. Á suðurhveli jarðar sæirðu hana rétt hjá Litla Magellansskýinu — dvergvetrarbrautinni sem stjörnufræðingarnir voru að ljósmynda.

Stjörnufræðingarnir geta notað myndina til að rannsaka þyrpinguna í smáatriðum. Þannig geta stjörnufræðingar áttað sig hvernig þessi sérkennilegi hópur framandi stjarna hefur myndast.

Fróðleg staðreynd

Í kúluþyrpingunni er fjöldi fyrirbæra sem gefa frá sér röntgengeisla, sömu gerð ljóss og tannlæknirinn þinn notar til að skoða hvort tennurnar í þér séu skemmdar.

Información adicional

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.

Share:

More news
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Fotografías

Estrellas reventadoras de fotografías
Estrellas reventadoras de fotografías

Printer-friendly

PDF File
1,1 MB