Siguenos
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programa de
Hinn blái hnötturinn
11 de July de 2013

Jörðin er kölluð „blái hnötturinn“ vegna þess að höf þekja tvo-þriðju hluta af yfirborði hennar. Séð úr geimnum lítur hnötturinn okkar út eins og fölur, blár blettur. Kannski kannast þú við mynd tvö: Ljósmynd af Jörðinni sem geimfarið Voyager 1 tók árið 1990 úr 6 milljarða km fjarlægð! Nú hafa stjörnufræðingar í fyrsta sinn séð hvernig reikistjarna á braut um fjarlæga stjörnu er á litinn — hún er líka blá!

Fleira er þó ekki líkt með þessum bláu hnöttum. Reikistjarnan eða „djúpblái hnötturinn“ er gasrisi á stærð við Júpíter sem er stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Gasrisinn er mjög nálægt sinni móðurstjörnu svo hitastigið í lofthjúpnum er yfir 1.000°C. Og ólíkt Jörðinni eru það ekki höf sem gefa hnettinum bláa litinn, heldur er lofthjúpurinn uppfullur af nokkru sem líkist glerögnum en kallast siliköt og glitra bláum lit.

Til að gera aðstæðurnar enn ólíkari Jörðinni, þá rignir glerögnum á þessari reikistjörnu! Glerregnið fellur sem steypiregn og fýkur með vindum sem ná 2.000 metra hraða á sekúndu! Þó við sjáum kannski fyrir okkur kyrrlátar hitabeltisstrandir eða léttur sumarúði þegar við heyrum „fölur blár blettur“, er þessi „djúpblái blettur“ sjóðandi heitur og stormasamur!

Fróðleg staðreynd

„Föli blái bletturinn“ er eina myndin sem tekin hefur verið af reikistjörnunni okkar úr svo mikilli fjarlægð hingað til. Þann 19. júlí næstkomandi mun Cassini geimfarið hins vegar beina myndavélum sínum að Jörðinni. Cassini er í meira en eins milljarðs km fjarlægð frá Jörðinni á braut um Satúrnus. Mundu að segja „sís“!

Share:

More news
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Fotografías

El otro planeta azul
El otro planeta azul
Imagen 2: el pálido punto azul
Imagen 2: el pálido punto azul

Printer-friendly

PDF File
961,6 KB