Siguenos
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programa de
Náðist á mynd!
3 de June de 2013

Árið 1992 var gerð uppgötvun sem breytti sýn okkar á alheiminn: Fyrsta reikistjarnan utan okkar sólkerfis fannst á braut um fjarlæga stjörnu. Áður höfðu menn aðeins látið sig dreyma um slíkar fjarreikistjörnur; það var erfitt að sanna tilvist þeirra. Með uppgötvuninni var ljóst að Jörðin og systur hennar í sólkerfinu okkar voru ekki þær einu.

Frá því að þessi uppgötvun var gerð hafa næstum 1000 fjarreikistjörnur fundist. Talið er að um 2/3 allra stjarna í Vetrarbrautinni okkar hafi að minnsta kosti eina reikistjörnu! Þú veltir kannski fyrir þér hvers vegna engin fannst fyrr en árið 1992 fyrst þær eru svona margar. Að ljósmynda fjarreikistjörnur er nefnilega mjög erfitt því reikistjörnur eru miklu daufari en stjörnurnar og týnast í glýju móðurstjarnanna.

Til að yfirstíga þetta vandamál urðu stjörnufræðingar að vera skapandi. Ein árangursríkasta aðferðin til að finna fjarreikistjörnur eru svokallaðar „sjónstefnumælingar“. Með þessari snjöllu aðferð er leitað að stjörnum sem vagga. Vaggið hlýst af völdum mjög daufrar reikistjörnu sem togar í stjörnuna með þyngdarkrafti sínum þegar hún snýst í kringum stjörnuna.

Árið 2008 tóku stjörnufræðingar loks mynd af fjarlægri reikistjörnu! Á þeim fimm árum sem liðin eru hefur mynd náðst af rétt rúmum tugi reikistjarna. Reyndar eru þær 13 því Very Large Telescope var að taka mynd af annarri reikistjörnu. Móðukenndi blái bletturinn á braut um stjörnuna á þessari mynd er reikistjarnan og hún er sú léttasta sem hefur verið ljósmynduð hingað til.

Fróðleg staðreynd

Árið 1995 fundu stjörnufræðingar fyrstu fjarreikistjörnuna á braut um stjörnu sem líkist sólinni. Árið 2007 fannst fyrsta reikistjarnan sem gæti haft höf! Á braut um þá stjörnu fannst önnur reikistjarna sem reyndist fyrsti hnötturinn utan Jarðar sem gæti verið lífvænleg!

Share:

More news
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Fotografías

¡Pillado con la cámara!
¡Pillado con la cámara!

Printer-friendly

PDF File
943,9 KB