Siguenos
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programa de
Veldi Vetrarbrautarinnar
3 de April de 2013

Vetrarbrautin okkar er ekki aðens risavaxin bjálkaþyrilþoka úr nokkur hundruð milljörðum stjarna. Hún er líka miðpunktur gríðarmikils veldis og ríkir yfir um 20 smærri vetrarbrautum sem hringsóla í kringum hana, svipað og tunglið okkar sveimar í kringum Jörðina. Stjörnurnar og gasbogarnir glóandi þessari mynd eru í einni þessara vetrarbrauta: Dvergvetrarbraut sem kallast Stóra Magellansskýið.

Ef þú ætti heima á suðurhveli Jarðar eða nálægt miðbaug, sæirðu tvö björt, þokukennd ský á stjörnuhimninum. Smærra skýið er Litla Magellansskýið, ein af fylgivetrarbrautum okkar eigin Vetrarbrautar. Hún er dvergvetrarbraut sem þýðir að hún inniheldur miklu færri stjörnur en Vetrarbrautin okkar. Vetrarbrautin okkar samanstendur af um 300 milljörðum stjarna en í Litla Magellansskýinu eru aðeins nokkrir milljarðar stjarna.

Á stjarnfræðilegan mælikvarða er þessi vetrarbraut mjög nálægt okkur. Ef við ferðuðumst á mesta hraða sem þekkist í alheiminum (hraða ljóssins) tæki það okkur innan við 200 þúsund ár að ferðast til hennar frá Jörðinni. Það hljómar kannski ekki mjög nálægt en til samanburðar tæki það okkur 47 milljónir ára að ferðast til vetrarbrautarinnar sem við fjölluðum um í Space Scoop frétt síðustu viku, ef við ferðuðumst með sama hraða!

Vegna þess hve Litla Magellansskýið er nálægt okkur geta stjörnufræðingar notað það til að rannsaka fyrirbæri sem erfitt er að kanna í fjarlægari vetrarbrautum. Á myndinni sést svæði í Litla Magellansskýinu sem kallast „Vængirnir“. Í því eru þrjár stjörnuþyrpingar sem stjörnufræðingar nota til að læra um hvernig stjörnur fæðast.

Fróðleg staðreynd

Í upphafi var Litla Magellansskýið líklega bjálkaþyrilvetrarbraut, svipuð Vetrarbrautinni okkar. Með tímanum hefur þyngdarkraftur frá nálægum vetrarbrautum togað hana sundur og saman og myndað þessa óreglulegu lögun sem við sjáum í dag.

Share:

More news
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Fotografías

El Imperio Galáctico
El Imperio Galáctico

Printer-friendly

PDF File
1,0 MB