Siguenos
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programa de
Sæll granni!
17 de October de 2012

Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu, álíka stóra og jörðin, rétt fyrir utan sólkerfið okkar á sveimi um nálægustu stjörnuna! Stjörnufræðingar hafa lengi velt fyrir sér hvort einhverjar reikistjörnur væri að finna umhverfis þessa stjörnu sem kallast Alfa Centauri. Alfa Centauri er mjög lík sólinni okkar og er nálægasti mögulegi staðurinn fyrir líf utan sólkerfisins. Þrátt fyrir langa og ítarlega leit hafði ekkert fundist fyrr en nú.

Hingað til hafa meira en 800 reikistjörnur fundist utan okkar sólkerfis, svokallaðar fjarreikistjörnur. Erfitt er að finna fjarreikistjörnur því dauf birtan frá þeim hverfur í skæru ljósi stjörnunnar. Það er eins og að reyna að sjá mýflugu við hlið bjartra bílljósa. Við sjáum fjarreikistjörnur ekki í gegnum sjónauka svo stjörnufræðingar verða að vera sniðugir til að finna þær.

Ein snjöll aðferð er að fylgjast grannt með því hvort stjarna vaggi til og frá vegna þyngdartogs fjarreikistjörnunnar. Þegar reikistjarna snýst í kringum stjörnu, togar hún stjörnuna til sín svo stjarnan virðist vagga eins og sleggjukastari sem sveiflar sleggjunni í kringum sig. Flestar reikistjörnur hafa fundist á þennan hátt, þar á meðal nýi nágranninn okkar.

Nágranninn nýfundni er álíka stór og jörðin en miklu nær sinni stjörnu en jörðin er frá sólinni okkar. Hún er meira að segja nær sinni stjörnu en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er frá sólinni. Reikistjarnan er líka aðeins þrjá daga að snúast einu sinni í kringum stjörnuna sína (árið er þrír dagar!). Til samanburðar er jörðin 365 daga að snúast um sólina.

Fyrst reikistjarnan er svona nálægt sinni stjörnu, er hún mjög heit, alltof heit til þess að líf gæti þrifist þar. Að finna reikistjörnu á stærð við jörðina svona nálægt sólkerfinu okkar er aftur á móti mjög spennandi uppgötvun sem færir okkur skrefi nær því að finna líf annars staðar í alheiminum!

Fróðleg staðreynd

Nýja fjarreiistjarnan er í þrístirnakerfi sem kallast Alfa Centauri kerfið. Það þýðir að þarna eru þrjár stjörnur á braut um hver aðra. Ímyndaðu þér bara hvernig himininn lítur út á þessum hnetti.

Información adicional

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.

Share:

More news
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Fotografías

Conoce a tu vecino
Conoce a tu vecino

Printer-friendly

PDF File
1003,5 KB