Stundum hjálpa einfaldar spurningar vísindamönnum að skilja dýpstu leyndardóma alheimsins.
Af hverju er himininn til að mynda dimmur á næturnar? Svarið virðist liggja í augum uppi en eitt sinn klóruðu stjörnufræðingar sér í kollinum yfir henni. Þeir vissu að helmingur jarðar snýr frá sólinni á næturnar en þeir héldu hins vegar líka að alheimurinn væri endalaus — að hann væri óendanlega stór. Ef alheimurinn væri óendanlegur sæjustu stjörnur á hverjum einasta bletti á næturhimninum og þá væri næturhimininn bjartur!
Til að átta sig betur á því hvers vegna við sæjum stjörnur út um allt á himninum ef alheimurinn væri óendanlega stór, skaltu ímynda þér að þú stæðir í miðju þétts skógar. Ef þú snýrð þér við og gengur af stað í einhverja átt yrði tré alltaf á vegi þínum, sama í hvaða átt þú færir, ef sógurinn er óendanlega stór. Tréð gæti verið óralangt í burtu en það væri einkennilegt ef ekkert tré yrði leið þinni.
En snúum okkur aftur að næturhimninum. Stjörnufræðingar töldu eitt sinn að stór rykský eins og það sem sést á þessari nýju ljósmynd, gæti skyggt á nægilega margar stjörnur til þess að himininn væri dimmur á næturnar. Svo er þó ekki og stjörnufræðingar vita nú að alheimurinn er ekki óendanlega stór. Þess vegna er næturhimininn dimmur.
Boðskapur sögunnar er þessi: Þú skalt aldrei vera hrædd(ur) við að rétta upp hendina og spyrja spurninga. Heimskulegar spurningar eru ekki til! Góður vísindamaður spyr stöðugt spurninga um heiminn í kringum okkur.
Hefur þú einhverja spurningu: Á Stjörnufræðivefnum getur þú spurt okkur spurninga um alheiminn.
Información adicional
Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.
Share: