Hefur þú einhvern tímann leitað logandi ljósi að einhverju í herberginu þínu og síðan komist að því það var alls ekki þar til að byrja með? Í um 50 ár hafa stjörnufræðingar líka leitað að skrítnu efni í geimnum sem nýjar mælingar benda til að sé alls ekki þar sem þeir hafa leitað!
Þetta skrítna efni er kallað „hulduefni“ og er mjög erfitt að finna því það er ósýnilegt! Þó svo sé geta stjörnufræðingar samt sem áður fundið út hvar í geimnum það er út frá þeim áhrifum sem þyngdartog þess hefur á hluti í kring.
Stjörnufræðingar telja að það sé fjórfalt meira af hulduefni í alheiminum en því venjulega efni sem við sjáum. Ytri hlutar vetrarbrauta, þar á meðal okkar eigin vetrarbraut, snúast mjög hratt og ef ekki er gert ráð fyrir þessu aukaefni er einfaldlega ekki nógu mikill þyngdarkraftur í vetrarbrautunum sem kemur í veg fyrir að stjörnurnar þjóti burt með ógnarhraða og leysi vetrarbrautirnar upp.
En hvar er allt hulduefnið? Myndin fyrir ofan sýnir hvar stjörnufræðingar bjuggust við að finna hulduefnið (litað blátt) í og við vetrarbrautina okkar. Samkvæmt þessu líkani ætti að vera heilmikið hulduefni allt í kringum okkur.
Nú hefur hins vegar hópur stjörnufræðinga rannsakað hreyfingu 400 stjarna nálægt sólinni okkar og fundu, merkilegt nokk, engin merki um hulduefni á þessu svæði. Þetta eru sláandi niðurstöður og ótrúlegar fréttir stjörnufræðinga!
Fróðleg staðreynd
Sum fyrirbæri í geimnum eru ósýnileg augum okkar en er hægt að greina með sérstökum sjónaukum, eins og röntgenssjónaukum eða innrauðum sjónaukum. Hulduefni er hins vegar algerlega ósýnilegt og gefur ekki frá sér neina geislun!
Información adicional
Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.
Share: