Siguenos
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programa de
Heit uppgötvun á köldum reikistjörnum
12 de April de 2012

Glænýr sjónauki sem er enn í smíðum og kallast ALMA, hefur þegar gert sína fyrstu uppgötvun! Hann hefur fundið tvær reikistjörnur á braut um fjarlæga stjörnu og eru þær meðal köldustu reikistjarna sem fundist hafa.

ALMA lítur hreint ekki út eins og dæmigerður stjörnusjónauki. Fullbúinn samanstendur hann af hópi 66 loftneta sem minna einna helst á gervihnattadiska sem stundum eru sett á hús til að taka á móti sjónvarpsútsendingum. En loftnet ALMA eru um það bil 12 sinnum stærri og ekki hugsuð til að fylgjast með beinum sjónvarpsútsendingum heldur til að taka á móti sérstakri tegund af ljósgeislum sem kallast hálfsmillímetrabylgjur.

Slíkar bylgjur gera stjörnufræðingum kleift að rannsaka helkalt efni í geimnum, til dæmis ryk. Og það er nákvæmlega það sem stjörnufræðingarnir gerðu! Reikistjörnurnar fundust vegna þess að aðdráttarafl þeirra hefur mótað ský úr köldu ryki í risavaxinn hring sem umlykur stjörnuna.

Þegar stjörnufræðingarnir fundu reikistjörnurnar var aðeins fjórðungur af 66 loftnetum ALMA tilbúin til notkunar. „Þótt ALMA sé enn í smíðum er hún þegar öflugasti sjónauki sinnar tegundar í heiminum“ sagði Bill Dent, einn af stjörnufræðingunum sem gerði uppgötvunina.

Fróðleg staðreynd

Reikistjörnurnar eru nístingskaldar því þær eru 140 sinnum lengra frá sinni stjörnu en jörðin er frá sólinni okkar!

Información adicional

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.

Share:

More news
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Fotografías

Un descubrimiento caliente de algunos planetas fríos
Un descubrimiento caliente de algunos planetas fríos

Printer-friendly

PDF File
1,0 MB