Myndin hér til hægri sýnir stjörnu fyrir og eftir mikla breytingu. Vinstra megin er tekning sem sýnir hvar mismunandi efni í stjörnunni var að finna. Þessi innyfli eru frumefni. Hægra megin er alvöru ljósmynd af sömu stjörnu eftir að hún sprakk í tætlur.
Stjörnufræðingar nefna slíkar stjörnur sprengistjörnur og leifarnar eru sprengistjörnuleifar. Sprengistjörnuleifin á myndinni til hægri er kölluð Kassíópeia A eða Cas A til styttingar.
Á báðum myndum tákna litirnir mismunandi frumefni í stjörnunni. Stjörnufræðingar telja að áður en stjarnan sprakk hafi heilmikið af frumefnunum járni (blátt) og brennisteini og kísli (grænt) veið í miðju hennar. Síðan hafi þessi frumefni þotið út úr stjörnunni í átt að ytri brúnum leifanna eins og sjá má af bláu og grænu litunum í ytri hluta Cas A á myndinni hægra megin. Í raun er stjarnan orðin öfugsnúin!
Fróðleg staðreynd
Fyrir utan fyrirbæri í sólkerfinu okkar er Cas A öflugasta útvarpsstöðin á næturhimninum!
Información adicional
Þessi frétt Space Scoop er byggð á fréttatilkynningu frá Chandra röntgengeimsjónauka NASA.
Share: